Zukunftsplan Plus
VPV er stofnað árið 1827 og er elsta líftryggingarfélag Þýskalands, reynsla sem byggir á 190 ára farsælli sögu. VPV hefur í marga áratugi séð um lífeyristryggingar fyrir póst- og símastarfsmenn í Þýskalandi. Yfir þetta tímabil hefur VPV orðið öflugt og skapandi tryggingarfyrirtæki með samvinnu og gagnkvæmni. Ísland er eina landið fyrir utan Þýskaland, þar sem þeir stunda viðskipti. VPV býður upp á sveigjanlega lífeyristryggingu í evrum, sem hægt er að nota sem varasjóð til útgjalda eða að taka út samhliða eftirlaunum.
​
VPV Zukunftsplan (framtíðaráætlun) Plus er sveigjanleg fjárfesting og býður upp á góða blöndu ávöxtunar og öryggi.
Varan hentar jafnt ungum sem öldnum og má laga að væntingum og þörfum hvers og eins. Má t.d. nota sem fjárfestingu, lífeyristryggingu eða sparnað. Þú ákveður sjálf(ur) hvernig þú vilt haga iðgjaldagreiðslum: Þú getur valið á milli reglulegra iðgjaldagreiðslna eða eingreiðslu. Ennfremur standa til boða sveigjanlegar inngreiðslur eða útborganir á samningstímanum. Strax með lágum mánaðarlegum iðgjaldagreiðslum má þannig byggja upp fjárhagslega örugga framtíð.
​
Sparnaður VPV er í evrum. Evran er einn stöðugasti gjaldmiðill heims, sem sameiginlegur gjaldmiðill Evrópu. Í heildina stýrir VPV eignum fyrir viðskiptavini sína að upphæð yfir 7,2 milljarða evra.