top of page

VPV Future Pension

2560px-VPV_Versicherungen_logo.svg.png

VPV er stofnað árið 1827 og er elsta líftryggingarfélag Þýskalands, reynsla sem byggir á 190 ára farsælli sögu. VPV hefur í marga áratugi séð um lífeyristryggingar fyrir póst- og símastarfsmenn í Þýskalandi. Yfir þetta tímabil hefur VPV orðið öflugt og skapandi tryggingarfyrirtæki með samvinnu og gagnkvæmni. Ísland er eina landið fyrir utan Þýskaland, þar sem þeir stunda viðskipti.  VPV býður upp á sveigjanlega lífeyristryggingu í evrum, sem hægt er að nota sem varasjóð til útgjalda eða að taka út samhliða eftirlaunum.  

​

VPV Future  Pension Classic er lífeyristrygging sem hægt er að ráðstafa 3,5% af skyldulífeyri í. VPV Future Pension Classic fjárfestir í traustum öryggiseignum VPV

​

Tilgreinda séreign VPV Future  Pension Classic er hægt að byrja að taka út við 62 ára aldur. Hægt er að dreifa greiðslum til 67 ára eða leysa hana alla út við 67 ára aldur í eingreiðslu. VPV býður líka upp á að tilgreinda séreignin í VPV Future Pension Classic verði greidd sem ævilangur lífeyrir þegar kemur að 67 ára aldri.

​

Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð 15,5% hjá öllum. Lífeyrissjóðum er heimilt að bjóða sjóðfélögum að ráðstafa allt að 3,5% af lágmarksiðgjaldi í tilgreinda séreign. Þá fer 3,5% í tilgreinda séreign sem er einkaeign sjóðfélaga og 12% í samtryggingu.

Tilgreind séreign er séreignarsparnaður fyrir þá sem vilja aukinn sveigjanleika við starfslok en hægt er að byrja að leysa sparnaðinn út við 62 ára aldur. Tilgreind séreign er óaðfarahæfur, erfanlegur lífeyrissparnaður þar sem ekki þarf að greiða fjármagnstekjuskatt af ávöxtun.


Sparnaður VPV er í evrum. Evran er einn stöðugasti gjaldmiðill heims, sem sameiginlegur gjaldmiðill Evrópu. Í heildina stýrir VPV eignum fyrir viðskiptavini sína að upphæð yfir 7,2 milljarða evra.

tilgrend 1.jpg
2560px-VPV_Versicherungen_logo.svg.png
bottom of page