top of page

Kvartanir og ábendingar

Afkoma vátryggingamiðlun leggur ríka áherslu á að bæta þjónustu við viðskiptavini og því er mikilvægt að fá upplýsingar um það sem má betur fara.

 

Félagið hefur sett sér stefnu um meðferð kvartana og eru helstu atriði hennar eftirfarandi:

 

Það er stefna Afkomu að verklag við úrvinnslu kvartana til félagsins sé gagnsætt og skilvirkt, auk þess að afgreiðsla slíkra erinda sé skjót og sanngjörn.

 

Í forminu hér fyrir neðan er hægt að senda okkur kvörtun, ábendingu eða hrós. Einnig er hægt að senda á afkomu@afkoma.is. Einnig er hægt að senda kvörtun bréflega á lögheimili félagsins.

 

Framkvæmdastjóri Afkomu sér um alla vinnslu og meðferð kvartana sem berast félaginu. Staðfesting á móttöku kvörtunar skal berast viðskiptavini svo fljótt sem auðið er og í síðasta lagi innan tveggja virkra daga frá því að kvörtun barst félaginu.

 

Unnið er úr kvörtun eins fljótt og auðið er að teknu tilliti til eðlis hennar og er leitast við að svara henni eigi síðar en fjórum vikum eftir móttöku. Reynist ekki unnt að svara kvörtun innan fjögurra vikna er viðskiptavinur upplýstur um töfina, ástæður hennar og hvenær svars sé að vænta.

 

Kvörtun er svarað á sama hætti og hún barst félaginu, þ.e. annað hvort í tölvupósti eða bréflega.

 

Telji viðskiptavinur mál sitt ekki hafa fengið ásættanlega umfjöllun eða að úrlausn málsins sé ekki í samræmi við lög eða reglur, getur hann eftir atvikum skotið máli sínu til Úrskurðarnefndar vöru- og þjónustukaupa eða dómstóla. Kærunefndin er með aðsetur hjá Neytendastofu. Heimasíða nefndarinnar er www.kvth.is en þar er að finna greinargóðar upplýsingar um starfshætti nefndarinnar.

bottom of page