Um okkur
Afkoma vátryggingamiðlun starfar skv. lögum nr. 62/2019, um dreifingu vátrygginga og undir eftirliti FME. Afkoma vátryggingamiðlun veitir viðskiptavinum sínum ráðgjöf í tryggingamálum í samstarfi við trausta aðila.
Þarfir og aðstæður eru mismunandi og veita starfsmenn okkar viðskiptavinum sínum góða ráðgjöf og þjónustu.
Markmið okkar er að veita góða þjónustu þar sem þörfum hvers og eins er mætt af sanngirni og heiðarleika.
Starfsmenn fyrirtækisins eru með mikla þekkingu og reynslu á sviði tryggingamála og hafa sumir þeirra starfað í þessum geira í fjölda ára.
Starfsábyrgðartrygging Afkomu vátryggingamiðlun ehf. er hjá C.J. Coleman & Company Limited, Portsoken House, 155 Minories, London að fjárhæð 2.000.000 Sterlingspund.