
Vátrygging frá Lloyd´s fyrir börn frá 1 mánaða aldri og til 22ja ára

Samsett vátrygging frá Lloyd's insurance company S.A.
-
Verndar barnið þitt fyrir fjárhagslegu tjóni, til dæmis vegna slyss í leik, í keppni, í starfi eða vegna alvarlegra sjúkdóma.
-
Vátryggt er launatap foreldra frá sjöunda degi ef barn þarfnast sólahrings umönnunar vegna veikinda eða slyss.
-
Barnið fær einfalda en góða sjúkdómavernd til viðbótar við örorkubætur. Vátryggt er krabbamein, sykursýki 1 slímseigjusjúkdómur, liðagigt, Alnæmi, alvarlegur höfuðáverki og alvarlegur bruni.
-
Heimilisbreyting vegna aðgengis heima fyrir, ef barn lendir í hjólastól þá aðstoðum við með greiðslur vegna breytinga.
-
Útfarakostnaður er greiddur að hluta eða að öllu leyti ef á þarf að halda.
-
Einfalt að sækja um, ekkert áhættumat því öll börn fá vátryggingu.
Börn eru vátryggð í íþróttakeppnum og á æfingum til 22ja ára aldurs
Iðgjald vátryggingarinnar er aðeins 1990 krónur á mánuði
Veittur er 10% systkynaafsláttur
Bótaþættir vátryggingarinnar eru
Grunn örorka vegna slyss
40.000.000
Grunn örorka vegna sjúkdóma
40.000.000
Sjúkdómatrygging
3.500.000
Dagpeningar til foreldra vegna slyss eða sjúkdóma barns, greitt á viku - biðtími 7 dagar - bætur í allt að 100 daga.
50.000
Útfararkostnaður
1.500.000
Heimilisbreyting vegna aðgengis
2.500.000
Vátryggingin nær hvorki til slysa eða sjúkdóma sem sem áttu sér stað eða voru greindir fyrir gildistöku hennar.
Tjón af völdum notkunar skrásetts ökutækis eru undanskilin enda á barnið rétt á bótum úr lögbundnum ökutækjatryggingum. Vátryggingin nær ekki til slysa er verða í hvers konar akstursíþróttum, bardagaíþróttum, fjallaklifri, klettaklifri, bjargsigi, froskköfun, drekaflugi, svifflugi og fallhlífarstökki hjá 16 ára og eldri.

