top of page

Freiheits Rente

2560px-VPV_Versicherungen_logo.svg.png

VPV er stofnað árið 1827 og er elsta líftryggingarfélag Þýskalands, reynsla sem byggir á 190 ára farsælli sögu. VPV hefur í marga áratugi séð um lífeyristryggingar fyrir póst- og símastarfsmenn í Þýskalandi. Yfir þetta tímabil hefur VPV orðið öflugt og skapandi tryggingarfyrirtæki með samvinnu og gagnkvæmni. Ísland er eina landið fyrir utan Þýskaland, þar sem þeir stunda viðskipti.  VPV býður upp á sveigjanlega lífeyristryggingu í evrum, sem hægt er að nota sem varasjóð til útgjalda eða að taka út samhliða eftirlaunum.  

​

VPV Freiheits-Rente er sígild þjónusta í nútímalegum búning. Hún veitir viðskiptavinum hámarksfrelsi: engar skylduákvarðanir um tryggingu, hvernig nota á uppsafnaðann sjóð seinna, mikill sveigjanleiki yfir samningstímann og sveigjanlegt starslokatímabil upp að 85 ára aldri. Trygging fyrir inngreitt fé og líftrygging fram á efri ár. Meira öryggi og sveigjanleiki finnst varla.

​

Sparnaður VPV er í evrum. Evran er einn stöðugasti gjaldmiðill heims, sem sameiginlegur gjaldmiðill Evrópu. Í heildina stýrir VPV eignum fyrir viðskiptavini sína að upphæð yfir 7,2 milljarða evra.

c735e4_d03ca42a013a48da9e2258922bb885f0~mv2.jpg.webp
2560px-VPV_Versicherungen_logo.svg.png
bottom of page