
Starfsörorkutrygging Lloyd's
Slys gera ekki boð á undan sér og miðlum við slysatryggingum frá Lloyd's. Með orðinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur tjóni á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans.
Margþætt trygging sem innifelur meðal annars:
- Dánarbætur.
- Slysatrygging sem gildir í frítíma sem og vinnu.
- Örorkubætur.
- Bætur vegna veikinda innifaldar - Valkvæðar.
- Starfsörorkutrygging sem greiðir fullar örorkubætur geti
vátryggður ekki sinnt starfi sínu til frambúðar.
- Sjúkrahúsdagbætur vegna slyss sem greiddar eru frá fyrsta degi.
- Sjúkrakostnaður og heimflutningur innifalinn vegna slysa á
ferðalögum erlendis.
- Bætur vegna nauðsynlegra breytinga á heimili og vinnustað
eftir slys.
- Hægt að kjósa dagpeninga með einnar viku biðtíma vegna
slyss, tveggja vikna vegna veikinda.
- Bótatími dagpeninga allt að 2 ár.
- Vátryggingafjárhæð og iðgjald eru gengistryggð í bresku pundi.
- Trygging gildir hvar sem er í heiminum allan sólarhringinn.
Samanburður við íslensku félögin:
- Lloyd’s greiðir dagpeninga eftir að lágmarki tveggja vikna biðtíma vegna veikinda,
önnur félög eftir 4 vikur.
- Lloyd’s greiðir bætur vegna lýta, önnur félög ekki.
- Hjá Lloyd’s gildir tryggingin erlendis í 12 mánuði, hjá öðrum félögum í 6 mánuði.
- Lloyd’s býður víðtæka vátryggingavernd vegna íþróttaiðkunar og tómstunda.
- Engin skerðing á bótum vegna aldurs.
Íslensk þjónusta
-
Afkoma býður Axis sjúkdómatryggingu í gegnum TMÍ, sem hefur miðlað vátryggingum í yfir 20 ár.